Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í dag að stofnunin myndi stefna íslenska ríkinu fyrir EFTA dómstólnum vegna Icesave málsins. Í tilkynningu ESA segir m.a.:

Samkvæmt tilskipuninni bar Íslandi að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar til hvers Icesave sparifjáreigenda að lágmarki 20.000 evrur. Nú eru rúmlega þrjú ár liðin og Ísland hefur ekki enn uppfyllt skyldur sínar.

Tilskipunin leitast við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verða gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi.

Þann 10. maí 2010 sendi ESA Íslandi áminningarbréf og gaf stjórnvöldum tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni. Eftir að hafa farið vandlega yfir svör íslenskra stjórnvalda í maí 2011 sendi ESA Íslandi rökstutt álit þann 10. júní 2011. Tilgangur þess var að veita  stjórnvöldum tækifæri á að uppfylla skyldur sínar samkvæmt tilskipuninni.

Ísland hefur svarað rökstuddu áliti ESA en brýtur enn gegn skyldum sínum samkvæmt tilskipuninni.

ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar“, ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Málið verður nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þarf Ísland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið er.

 

Í tilkynningunni er einnig að finna samskipti ESA og Íslands vegna málsins og stefnu ESA til EFTA dómstólsins:

 

Communication between The EFTA Surveillance Authority and the Government of Iceland

26 May 2010
-  The Authority’s letter of formal notice to the government of Iceland

2 May 2011
-  Iceland’s reply to the Authority’s letter of formal notice

10 June 2011
-  The Authority’s reasoned opinion

30 September 2011
-  Iceland’s reply to the Authority’s reasoned opinion

14. December 2011
-  
Iceland to be taken to court for failing to pay minimum compensation  

-  The EFTA Surveillance Authority’s application to the EFTA Court

-  ESA background information Q & A on the Icesave EFTA Court case

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>